Gögnin þín

Við viljum að þú skiljir hvaða gögnum við söfnum og notum.

Þegar þú notar þjónustu Google treystirðu okkur fyrir gögnunum þínum. Það er á okkar ábyrgð að veita skýrar upplýsingar um þau gögn sem við söfnum og hvernig við notum þau til að bæta þjónustu okkar við þig.

Hér eru helstu tegundir gagna sem við söfnum:

Hlutir sem þú gerir

Þegar þú notar þjónustu okkar – til dæmis leitar á Google, færð leiðarlýsingu í Google kortum eða horfir á myndskeið á YouTube – söfnum við gögnum til að þessi þjónusta virki. Undir þetta geta fallið:

 • Það sem þú leitar að
 • Vefsvæði sem þú skoðar
 • Myndskeið sem þú horfir á
 • Auglýsingar sem þú opnar
 • Staðsetningin þín
 • Upplýsingar um tæki
 • IP-tala og fótsporagögn

Hlutir sem þú býrð til

Ef þú hefur skráð þig inn með Google reikningnum þínum vistum við og verndum það efni sem þú býrð til í þjónustu okkar. Undir þetta geta fallið:

 • Tölvupóstur sem þú sendir og færð í Gmail
 • Tengiliðir sem þú bætir við
 • Dagatalsviðburðir
 • Myndir og myndskeið sem þú hleður inn
 • Skjöl, töflureiknar og skyggnur á Drive

Hlutir sem eru einkennandi fyrir þig

Þegar þú skráir þig fyrir Google reikningi höldum við grunnupplýsingunum sem þú veitir okkur. Undir þetta geta fallið:

 • Nafn
 • Netfang og aðgangsorð
 • Fæðingardagur
 • Kyn
 • Símanúmer
 • Land
Google kort í snjallsíma

Hvernig Google kort koma þér fyrr á áfangastað

Þegar þú notar Google kortaforritið sendir síminn þinn nafnlaus gögn um staðsetningu þína til Google. Þetta er sameinað við gögn frá fólki nálægt þér til að greina umferðarmynstur. Til dæmis geta kort greint mikla umferð þegar mörg farartæki ferðast hægt eftir sömu götu og látið þig vita að þar sé þung umferð. Þannig að í næsta skipti sem kort vara þig við slysi framundan og beina þér á sneggri leið er það þökk sé gögnum frá öðrum bílstjórum.

Google leitarstika með sjálfvirkri útfyllingu

Hvernig Google fyllir sjálfvirkt út leitina þína

Kannastu við að gera innsláttarvillu þegar þú leitar að einhverju en samt tekst Google einhvern veginn að skilja hvað þú átt við? Leiðréttingartækni okkar fyrir stafsetningu notar gögn frá fólki sem hefur áður gert sömu mistök til að leiðrétta innsláttinn fyrir þig. Þannig vitum við að þegar þú slærð inn „Barsalona“ áttir þú líklegast við „Barcelona“.

Leitarferillinn þinn getur einnig aðstoðað Google við að fylla sjálfkrafa út leit. Ef þú hefur til dæmis áður leitað að „Barcelona flug“ gætum við stungið upp á því í leitarreitnum áður en þú lýkur innslættinum. Og ef þú ert aðdáandi fótboltaliðsins og leitar oft að „Barcelona úrslit“ gætum við stungið upp á því strax.

Chrome flipi með eyðublaði með sjálfvirkri útfyllingu

Hvernig Chrome fyllir út eyðublöð fyrir þig

Í hvert skipti sem þú kaupir eitthvað eða býrð til nýjan reikning á netinu þarftu að verja tíma í að fylla út eyðublöð með persónuupplýsingunum þínum. Þegar þú notar Chrome getum við vistað atriði eins og nafnið þitt, símanúmer, tölvupóst og greiðsluupplýsingar svo við getum fyllt þessi eyðublöð út fyrir þig sjálfkrafa. Þú getur alltaf breytt hverju útfyllingaratriði fyrir sig eða slökkt á þessari stillingu eins og hún leggur sig.

Google leitarstika með prófílmynd og hnappi fyrir persónulegar leitarniðurstöður

Hvernig Google leit hjálpar þér að finna þínar eigin upplýsingar

Google leit getur sótt gagnlegar upplýsingar frá Gmail, Google myndum, dagatalinu og fleira og birt þær í persónulegum leitarniðurstöðum þínum, svo þú þarft ekki að leita að þeim upp á eigin spýtur. Leitaðu bara að einhverju eins og „tími hjá tannlækni“, „myndirnar mínar af ströndinni“ eða „hvar er hótelbókunin mín“. Svo lengi sem þú ert skráð(ur) inn getum við fengið þessar upplýsingar frá annarri Google þjónustu og komið þeim til þín með einu skrefi.

Spjallblöðrur á milli notanda og Google aðstoðarmanns

Hvernig Google aðstoðarmaðurinn aðstoðar þig við að koma hlutunum í verk

Aðstoðarmaðurinn er alltaf til þjónustu reiðubúinn, hvort sem þú ert heima við eða á ferðinni. Þegar þú spyrð aðstoðarmanninn spurninga eða segir honum hvað hann á að gera notar hann upplýsingar úr annarri þjónustu Google til að finna það sem þú þarft. Til dæmis ef þú spyrð: „Hvaða kaffihús eru í grenndinni?“ eða: „Þarf ég regnhlíf á morgun?“, þá notar aðstoðarmaðurinn upplýsingar frá Kortum og Leit, ásamt staðsetningu, áhugamálum og stillingum til að gefa þér besta svarið. Þú getur alltaf opnað verkfærið fyrir Mínar aðgerðir til að skoða eða eyða gögnum sem tengjast virkni þinni með aðstoðarmanninum.

Taktu stjórnina á því hvernig Google virkar

Hér eru nokkrar lausnir sem þú getur nýtt þér hvenær sem er til að hafa umsjón með persónuvernd þinni.

Vafri með „Reikningurinn minn“ opið

Stjórnaðu persónuverndarstillingunum þínum í „Reikningurinn minn“

Hvort sem þú ert með Google reikning eða ekki þá ræður þú hvers konar upplýsingar þú vilt að Google fái til að gera þjónustuna betri fyrir þig. Reikningurinn minn veitir þér skjótan aðgang að verkfærum til að hafa umsjón með persónuupplýsingum og stýra persónuvernd.

Fyrri leit í Chrome glugga

Sjáðu hvaða gögn eru á reikningnum þínum í „Reikningurinn minn“

Mínar aðgerðir er miðlægi punkturinn þar sem þú finnur allt sem þú hefur leitað að, opnað og horft á með þjónustu okkar. Til að gera þér auðveldara að yfirfara virkni þína á netinu bjóðum við upp á verkfæri til að leita eftir umræðuefni, dagsetningu og vöru. Þú getur varanlega eytt tiltekinni virkni eða heilum umræðuefnum sem þú vilt ekki að tengist við reikninginn þinn.

Tákn fyrir huliðsstillingu Chrome

Vafrað á vefnum án þess að skilja eftir spor í huliðsstillingu

Vefferillinn getur aðstoðað þig við að gera leitarniðurstöður gagnlegri, en stundum gætirðu viljað vafra án þess að skilja eftir þig spor. Ef þú deilir til dæmis tölvu með elskunni þinni viltu ekki að vefferillinn komi upp um óvæntu afmælisgjöfina sem þú ert að leita eftir á netinu. Í slíkum tilvikum geturðu opnað glugga í huliðsstillingu á tölvunni eða fartækinu til að hindra að Google Chrome visti vefferilinn þinn.