Taktu stjórnina

Þú getur stjórnað persónuvernd þinni.

Við notum gögn til að gera þjónustu okkar eins gagnlega og hægt er, en þú ákveður hvers konar gögnum við söfnum og notum. Við höfum útbúið „Reikningurinn minn“ til að veita þér fljótlegan aðgang að einföldum verkfærum til að aðstoða þig við að hafa umsjón með persónuvernd þinni og öryggi. Þú ákveður hvernig gögnin þín gera Google þjónustu betri fyrir þig með því að fara yfir eftirfarandi stillingar.

Fara á „Reikningurinn minn“

Hafðu umsjón með persónuverndarstillingunum þínum með yfirferð persónuverndarstillinga

Á örfáum mínútum geturðu yfirfarið hvers konar gögnum Google safnar, breytt því hvaða upplýsingum þú deilir með vinum eða birtir opinberlega og stillt hvernig auglýsingar þú vilt að Google birti þér. Þú getur breytt þessum stillingum eins oft og þú vilt.

Fara í gegnum yfirferð persónuverndarstillinga

Verðu reikninginn þinn með því að fara í gegnum öryggisskoðunina

Það fyrsta sem þú getur gert til að vernda Google reikninginn þinn er að fara í gegnum öryggisskoðunina. Við bjuggum hana til svo þú getir gengið úr skugga um að endurheimtarupplýsingarnar þínar séu uppfærðar og að vefsvæði, forrit og tæki sem tengjast reikningnum þínum séu þau sem þú notar og treystir. Ef eitthvað lítur grunsamlega út getur þú breytt stillingunum eða aðgangsorðinu með hraði. Öryggiskoðunin tekur bara nokkrar mínútur og þú getur framkvæmt hana eins oft og þú vilt.

Fara í gegnum öryggisskoðunina

Stjórnaðu því hvaða gögn tengjast reikningnum þínum

Hvort sem þú vilt finna betri valkosti til að ferðast á milli vinnustaðar og heimilis í Kortum eða fá skjótari leitarniðurstöður verður þjónusta Google gagnlegri með gögnunum sem vistuð eru á reikningnum þínum. Með virknistýringum geturðu ákveðið hvað er tengt við reikninginn þinn og gert hlé á söfnun ákveðinna tegunda gagna, eins og virkni leitar og vafranotkunar, staða sem þú heimsækir og upplýsinga úr tækjunum þínum.

Skoða virknistýringar

Stjórnaðu auglýsingum út frá stillingum þínum

Í auglýsingastillingunum geturðu stjórnað auglýsingum út frá því sem þú hefur áhuga á. Ef þú notar til dæmis stillingar fyrir sérsnið auglýsinga til að segja Google að þú sért mikið fyrir popptónlist gætirðu séð auglýsingar fyrir nýjar plötu og tónleika nálægt þér þegar þú ert skráð(ur) inn á YouTube.

Ef þú slekkur á sérsniði auglýsinga þegar þú ert skráð(ur) inn hættum við að birta þér auglýsingar út frá áhugasviði þínu í þjónustu Google og í vefsvæðum og forritum í samstarfi við okkur. Ef þú ert útskráð(ur) og slekkur á sérsniði auglýsinga hefur það bara áhrif á þá Google þjónustu þar sem auglýsingar birtast.

Fara í auglýsingastillingarnar

Sjáðu hvaða gögn eru á reikningnum þínum í „Reikningurinn minn“

Mínar aðgerðir er miðpunkturinn þar sem þú finnur allt sem þú hefur leitað að, opnað og horft á með þjónustu okkar. Til að gera þér auðveldara að yfirfara virkni þína á netinu bjóðum við upp á verkfæri til að leita eftir umræðuefni, dagsetningu og vöru. Þú getur varanlega eytt tiltekinni virkni eða heilum umræðuefnum sem þú vilt ekki að tengist við reikninginn þinn.

Fara í „Mínar aðgerðir“

Farðu yfir grunnupplýsingar reikningsins þíns

Stýrðu því hvers konar persónuupplýsingum þú deilir í þjónustu Google, eins og nafni, netfangi og símanúmeri.

Fara yfir persónuupplýsingarnar þínar

Farðu hvert sem er með efnið þitt með „Sæktu gögnin þín“

Myndirnar þínar, tölvupósturinn, tengiliðirnir og meira að segja bókamerkin þín. Þú ræður yfir því efni sem þú vistar á Google reikningnum þínum. Þess vegna bjuggum við til verkfærið „Sæktu gögnin þín“ – til þess að þú getir tekið afrit og öryggisafrit af gögnunum þínum, eða jafnvel flutt þau yfir í aðra þjónustu.

Fara í „Sæktu gögnin þín“