Öruggara internet

Við viljum gera internetið öruggara fyrir alla.

Við eigum okkur langa sögu af því að þróa öryggistækni sem gagnast ekki bara notendum okkar heldur öllum á netinu. Þegar við þróum tækni til að gera þjónustu okkar öruggari leitum við tækifæra til að deila henni, öllum til bóta. Hætturnar breytast í sífellu og samfara því ryðja aðlögunarhæfar og framsýnar úrlausnir okkar leiðina fyrir önnur fyrirtæki.

Örugg vefskoðun verndar fleiri en bara Chrome notendur

Upprunalega þróuðum við tækni fyrir örugga vefskoðun til að vernda notendur Chrome fyrir spilliforritum og vefveiðum með því að senda þeim viðvörun þegar þeir reyna að fara á hættuleg vefsvæði. Til að gera internetið að öruggari stað fyrir alla höfum við gert tækni okkar ókeypis fyrir önnur fyrirtæki sem vilja nota þau í vörum sínum, þ. á m. Apple Safari og Mozilla Firefox. Nú er helmingur nettengdra notenda verndaður af öruggri vefskoðun.

Við vörum einnig eigendur vefsvæðanna við þegar síður þeirra eru með öryggiskvilla og bjóðum upp á ókeypis verkfæri til að leysa snögglega úr vandanum. Með því að halda áfram að deila nýrri öryggistækni eftir því sem við þróum hana vinnum við að því að búa öllum heiminum öruggara internet.

Við notumst við HTTPS til að þú sért öruggari þegar þú skoðar netið

Þegar þú tengist þjónustu okkar með HTTPS-dulkóðun færðu vernd gegn hnýsnum aðilum og tölvuþrjótum og tryggir að þú ferð alltaf þangað sem þú vilt. Til að hvetja vefsvæði til að taka upp þetta viðbótaröryggi höfum við gert HTTPS-dulkóðun einn af þáttunum sem reikniritið fyrir Google leit notar þegar vefsvæði í leitarniðurstöðum eru flokkaðar eftir vægi.

Við bjóðum öryggisverðlaun til að koma upp um veikleika

Hjá Google bjuggum við til öryggisverðlaun þar sem sjálfstæðir rannsakendur fá greitt fyrir að finna veikleika í þjónustu okkar og búa til öryggislagfæringar. Á hverju ári veitum við milljónir Bandaríkjadala í rannsóknarstyrki og verðlaunafé fyrir að koma auga á villur. Við bjóðum upp á öryggisverðlaun fyrir margar Google vörur, eins og Chrome og Android.

Öryggisverkfæri okkar standa þróunaraðilum til boða

Við deilum öryggistækni okkar þegar við teljum að hún geti gagnast öðrum. Til dæmis er Google öryggisskanninn fyrir ský í boði án endurgjalds fyrir þróunaraðila svo þeir geti skannað og leitað í vefforritum sínum í App Engine eftir öryggisveikleikum.

Við deilum upplýsingum um aðferðir okkar til að skapa betra internet

Google hefur gefið út gagnsæisskýrslu sína síðan 2010, en þar birtast gögn eins og tölfræði um efni sem hefur verið fjarlægt vegna brota gegn höfundarrétti, beiðnir frá ríkisstjórnum um notendagögn og öryggisáætlanir eins og örugga vefskoðun. Við deilum einnig gögnum um hvernig dulkóðun fyrir vefsvæði og tölvupóst er innleidd í iðnaðinum. Við gerum þetta ekki einungis í þeim tilgangi að deila framförum með notendum okkar heldur einnig til að hvetja aðra til að taka upp öflugri öryggisstaðla til að vinna að öruggara interneti fyrir alla.