Hvernig auglýsingar virka

Við seljum ekki upplýsingarnar þínar.

Stór hluti af starfsemi okkar byggist á því að birta auglýsingar, bæði í þjónustu Google og á vefsvæðum og í forritum sem eru í samstarfi við okkur. Auglýsingar hjálpa okkur að halda þjónustu okkar gjaldfrjálsri fyrir alla. Við notum gögn til að birta þér þessar auglýsingar, en við seljum engar persónuupplýsingar á borð við nafn þitt, netfang og greiðsluupplýsingar.

Við notum gögn til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig

Við reynum að birta þér gagnlegar auglýsingar með því að notast við gögn sem safnað er úr tækjunum þínum, þ.m.t. leit, staðsetningarvefsvæði og forrit sem þú hefur notað, myndskeið og auglýsingar sem þú hefur séð og persónuupplýsingar sem þú hefur veitt okkur eins og aldursbil, kyn og áhugasvið.

Þessi gögn stýra auglýsingunum sem þú sérð á tækjunum þínum, ef þú ert innskráð(ur) og eftir því hverjar auglýsingastillingarnar þínar eru. Þannig að ef þú heimsækir ferðavefsvæði á vinnutölvunni þinni gætirðu séð auglýsingar um flug til Parísar í símanum síðar sama kvöld.

Auglýsendur borga bara fyrir auglýsingar sem fólk sér eða ýtir á

Þegar auglýsendur birta auglýsingar hjá okkur borga þeir miðað við hvernig þessum auglýsingum gengur – aldrei út frá persónuupplýsingunum þínum. Dæmi um slíkt gæti verið þegar einhver sér eða ýtir á auglýsingu eða gerir eitthvað eftir að hafa séð auglýsingu eins og að hlaða niður forriti eða fylla út eyðublað.

Við sýnum auglýsendum hversu vel auglýsingum þeirra gengur

Við veitum auglýsendum upplýsingar um frammistöðu auglýsinganna en við gerum það án þess að birta þeim persónuupplýsingarnar þínar. Á öllum stigum auglýsingabirtinga höldum við persónuupplýsingum þínum öruggum og leyndum.

Hvernig auglýsingar virka í þjónustu Google og á vefsvæðum samstarfsaðila

Við notum gögn til að birta auglýsingar sem nýtast þér, hvort sem þær eru í þjónustu Google eða á vefsvæðum og forritum sem eru í samstarfi við okkur.

Reiðhjól í mismunandi litum í vafraglugga

Hvernig auglýsingar í leitinni virka

Þegar þú notar Google leit geta auglýsingar birst við hliðina á eða fyrir ofan leitarniðurstöðurnar. Yfirleitt koma þessar auglýsingar til vegna leitarfyrirspurnarinnar sem þú slóst inn og staðsetningar þinnar. Ef þú leitar til dæmis að „reiðhjól“ gætirðu fengið upp auglýsingar fyrir reiðhjól til sölu í nágrenni við þig.

Á öðrum vefsvæðum notum við önnur gögn eins og fyrri leit eða síður sem þú hefur heimsótt til að skila gagnlegri auglýsingum. Ef þú hefur til dæmis nú þegar leitað að „reiðhjól“ og leitar næst að „frí“ gætirðu fengið auglýsingar í leitinni fyrir staði til að fara í hjólreiðatúr í fríinu.

Google auglýsingar í Gmail merktar með gulu

Hvernig auglýsingar á YouTube virka

Þegar þú horfir á myndskeið á YouTube gætu auglýsingar spilast á undan því eða birst á síðu myndskeiðsins. Auglýsingarnar sem þú sérð á YouTube eru byggðar á myndskeiðunum sem þú hefur horft á og öðrum gögnum eins og núverandi og nýlegri leit þinni á YouTube.

Ef þú leitar til dæmis að „tískuráðleggingar“ eða horfir á myndskeið tengd tísku gætirðu séð auglýsingu fyrir nýja tískuþætti. Þessar auglýsingar eru til stuðnings höfundum myndskeiðanna sem þú horfir á.

Þú getur sleppt mörgum YouTube auglýsingum ef þú vilt ekki horfa á þær.

YouTube myndskeið af glaðri konu er með sprettiglugga sem auglýsir sólgleraugu

Hvernig auglýsingar í Gmail virka

Auglýsingarnar sem þú sérð í Gmail byggjast á gögnum sem tengjast Google reikningnum þínum. Til dæmis gæti virkni þín í þjónustu frá Google á borð við YouTube eða leitina haft áhrif á það hvernig auglýsingar þú sérð í Gmail. Google notar ekki leitarorð eða skeyti í pósthólfinu þínu til að birta þér auglýsingar. Enginn les tölvupóstinn þinn til þess að birta þér auglýsingar.

Vafri með prófílmynd er með auglýsingu fyrir græna tösku

Hvernig auglýsingar virka á vefsvæðum samstarfsaðila

Mörg vefsvæði og forrit eru í samstarfi við okkur um að birta auglýsingar. Þessir auglýsendur ákveða að birta auglýsingar til ákveðinna markhópa sem byggjast á persónuupplýsingum sem notendur hafa deilt með okkur og gögnum sem er safnað út frá virkni þinni á netinu. Til dæmis: „25–34 ára gamlir karlmenn sem hafa áhuga á ferðalögum“.

Við gætum einnig birt auglýsingar byggðar á vefsvæðum sem þú hefur áður heimsótt. Til dæmis gætirðu séð auglýsingu fyrir rauðu skóna sem þú settir í innkaupakörfuna en ákvaðst að kaupa ekki. Við gerum þetta án þess að gefa upp neinar persónuupplýsingar um þig, eins og nafn, tölvupóst eða greiðsluupplýsingar.

Stjórnaðu upplifun þinni af auglýsingum Google

Við bjóðum þér upp á verkfæri til að stjórna því hvernig auglýsingar þú sérð, hvort sem þú ert skráð(ur) inn eða ekki.

Spjaldtölva með auglýsingastillingum og auglýsingu fyrir sólgleraugu

Stjórnaðu auglýsingum út frá stillingum þínum

Með auglýsingastillingunum geturðu stjórnað auglýsingum út frá hverju þú hefur áhuga á. Ef þú notar til dæmis stillingar fyrir sérsnið auglýsinga til að segja Google að þú sért mikið fyrir popptónlist gætirðu séð auglýsingar fyrir nýjar plötur og tónleika nálægt þér þegar þú ert skráð(ur) inn á YouTube.

Ef þú slekkur á sérsniði auglýsinga þegar þú ert skráð(ur) inn hættum við að birta þér auglýsingar út frá áhugasviði þínu í þjónustu Google og í vefsvæðum og forritum í samstarfi við okkur. Ef þú ert útskráð(ur) og slekkur á sérsniði auglýsinga hefur það bara áhrif á þá Google þjónustu þar sem auglýsingar birtast.

Google auglýsing fyrir grænan bíl með þöggunarhnappi efst

Fjarlægðu auglýsingar sem þú vilt ekki sjá

Við gefum þér færi á að þagga margar þær auglýsingar sem við birtum þér í gegnum vefsíður og forrit sem við erum í samstarfi við. Með því að velja „X“ í horni auglýsingarinnar geturðu fjarlægt auglýsingar sem gagnast þér ekki lengur.

Bílaauglýsingar gætu til dæmis hafa verið gagnlegar þegar þú varst að leita að nýjum bíl en þegar þú hefur sest undir stýri nýja fáksins viltu líklega ekki sjá fleiri auglýsingar frá Google fyrir bíl eins og þann sem þú varst að kaupa.

Þessi stýring mun gilda í öllum innskráðum tækjum á vefsvæðum og forritum í samstarfi við okkur, ef þú ert innskráð(ur) og eftir því hverjar auglýsingastillingarnar þínar eru.

Einnig geturðu sett auglýsingar á bannlista án þess að skrá þig inn með því að nota „Loka á þennan auglýsanda“ í Google þjónustu sem birtir auglýsingar.

Auglýsing fyrir sólgleraugu með upplýsingahnappi efst til hægri

Fáðu frekari upplýsingar um hvaða gögn við notum til að birta auglýsingar

Við viljum hjálpa þér að skilja betur þau gögn sem notuð eru til að birta þér auglýsingar. „Af hverju þessi auglýsing?“ er eiginleiki sem gerir þér kleift að smella á tilkynningu til að komast að því af hverju þú færð upp ákveðna auglýsingu. Þú gætir til dæmis fengið upp auglýsingu fyrir kjól því þú hefur verið að heimsækja tískusíður. Eða ef þú sérð auglýsingu fyrir veitingastað gæti það verið út af staðsetningu þinni. Þess konar gögn hjálpa okkur að birta þér auglýsingar um hluti sem gætu gagnast þér. En mundu að við deilum þessum gögnum aldrei með auglýsendum.